D28 Örn Alex­ander Ámunda­son: Nokkur nýleg verk

D28 Örn Alexander Ámundason: Nokkur nýleg verk

D28 Örn Alexander Ámundason: Nokkur nýleg verk

Hafnarhús

-

Á sýningunni Nokkur nýleg verk dregur Örn nokkur nýleg verk fram í dagsljósið. Hann bætir við óhefðbundinni en fullkomlega einlægri lýsingu þar sem hann segir áhorfendum frá listaverkunum sem eru til sýnis og ennfremur þeim sem eru það ekki. Hann veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hvað maður sýnir.

Ef það skiptir ekki máli, hvernig ákveður maður hvað á að sýna og hvernig?

Örn blandar sjálfum sér af ásettu ráði í sýninguna með því að framkvæma hversdagslega atburði líkt og að ganga um við staf, spjalla og borða kexkökur. Hann fangar hið ófullkomna augnablik nákvæmlega með endurteknum gjörningum sínum, og á svipaðan hátt gefur hann sí og æ til kynna viðkvæmni með „ruslinu“ eða „gallagripunum“ sem listaverk hans eru.

Örn Alexander (f. 1984) útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö (BFA, 2009 og MFA, 2011). Af nýlegum sýningum má nefna Regarding the Light í RAKE Visningsrom, Noregi; Toes/Tær í Verksmiðjunni á Hjalteyri; Sea of Love í SØ, Danmörku; Collaboration Monument í Platform, Belfast, N-Írlandi; Myndlist minjar í Listasafninu á Akureyri_; Play Along, Recast_ í Lunds Konsthall, Svíþjóð; Þrykk í Sogn og Fjordane listasafninu, Noregi; The Armory Show í Piers 92&94 í New York, Bandaríkjunum; og Kreppa í Brandenburgischer Kunstverein, Þýskalandi. Nýlegir gjörningar hans voru meðal annars á Bergen International Perfomance Festival, Noregui; Bästa Biennalen, Svíþjóð; Reykjavik Dance Festival;og ACTS Performance Festival Roskilde, Danmörku.

Síðasta einkasýning Arnar á Íslandi var Hópsýning í Nýlistasafninu árið 2015.

Örn hlaut sænska Edstrandska styrkinn árið 2013..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Yean Fee Quay

Listamenn

Boðskort