Veldu ár
D27 Ingibjörg Sigurjónsdóttir: Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er fjórði listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016. Í verkum sínum skúlptúrgerir Ingibjörg það ljóðræna og hið óhlutbundna í leit sinni að sannleikanum og fegurðinni.
Ingibjörg er fædd árið 1985 í Reykjavík, hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði hér á Íslandi og erlendis. Ingibjörg býr og starfar í Reykjavík.
Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2016 eru áætlaðar alls fimm sýningar í sýningaröðinni
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.