Hafnarhús
-
Björk Viggósdóttir (f. 1982) er tuttugasti og annar listamaðurinn sem tekur þátt í sýningarverkefni D-salarins í Hafnarhúsinu og jafnframt sú síðasta í röðinni að sinni. Björk útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur lagt áherslu á gerð myndbandsverka og innsetninga, þar sem hún leikur á ofurnæmi skynfæranna sem kallast á við ímyndunarafl áhorfandans.
Myndmálsheimur Bjarkar er ljóðrænn og táknmyndirnar eru margræðar.
Flugdrekar eru eitt af viðfangsefnum hennar, en þeir eiga sér langa sögu og hafa í gegnum aldirnar spilað fjölbreytt hlutverk. Þeir hafa meðal annars verið notaðir til að senda skilaboð, á mannamótum, íþróttaleikjum og jafnvel til rannsókna. Virkni flugdrekans er fólgin í krafti vindsins sem knýr drekann áfram í frjálsum loftdansi. Á sama tíma og flugdrekinn svífur frjáls er hann bundin strengjum sem skapa eilífa togstreitu á milli frelsis og hafta. Þessi tvö ólíku hugtök eiga í stöðugu samtali og geta ekki án hvors annars verið.
Björk hefur sýnt á einkasýningum og tekið þátt í samsýningum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
Hún hefur unnið verkefni í samstarfi við aðra listamenn eða listhópa þar á meðal tónskáld, tónlistarmenn og dansara..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Yean Fee Quay
Listamenn
Boðskort