Hafnarhús
-
Tilraunakennd verk Hildigunnar Birgisdóttur byggjast gjarnan á leikjum. Leikirnir á reglum og reglur eru kerfi. Kerfi listamannsins eiga rætur sínar að rekja til eðlisfræðilegra fyrirbæra og heimspekilegra vangaveltna um hringrásir og heimskerfi.
Þau lúta lögmálum og formfræði leikja og spila. Í leikjum eru reglurnar ófullkomnar, einhver svindlar og sum kerfi ganga alls ekki upp. Þannig er það ekki síður uppbrotin og útfellingarnar sem verkin hverfast um.
Hildigunnur á í beinu samtali við alheiminn. Hún mátar sig við heiminn, rennur saman við hann þegar alheimurinn óvænt speglar sig á móti. Niðurstaða samræðunnar og eða samrunans kristallast í verkum þar sem listamaðurinn reynir að festa hönd á frumeindum og sólkerfi þessa heims, sem og hins stafræna, með tungumáli handverksins.
Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðustu ár tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víða um land.
Hildigunnur hefur verið virk á ýmsum sviðum menningarinnar, m.a. tekið að sér hlutverk sýningarstjóra og ritstjóra og er einn af stofnendum bókverkaverslunarinnar og útgáfunnar Útúrdúrs..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Yean Fee Quay
Listamenn