Hafnarhús
-
Keðjuverkun er yfirskriftin á sýningu Helga Más Kristinssonar (1973) en þar verða sýnd málverk og skúlptúrar sem hann hefur unnið að síðastliðna mánuði. Helgi hefur aðallega einbeitt sér að abstrakt málverkinu með sterkum áhrifum frá graffiti og götulist borgarlandslagsins. Í verkum Helga verður til óræður smáheimur þar sem fljótandi form og línuteikning eru ríkjandi.
Helgi býr og starfar í Reykjavík, en hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur sýnt á einka- og samsýningum síðan þá auk þess að starfa sem sýningarstjóri og verkefnastjóri viðamikilla sýninga, m.a. hjá Listasafni Reykjavíkur..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Yean Fee Quay
Listamenn