D19 Hulda Rós Guðna­dóttir

D19 Hulda Rós Guðnadóttir

D19 Hulda Rós Guðnadóttir

Hafnarhús

-

Sýning Huldu Rósar Guðnadóttur (1973) í D-salnum nefnist "Hops Hopsi" og samanstendur af tíu rása myndbandsinnsetningu sem hún gerði árið 2010. Titillinn er fenginn að láni frá tveimur trúðum sem voru helstu gleðigjafar í skemmtigarðinum Spreepark í austur Berlín áður en starfsemi hans lagðist af um síðustu aldamót. Hulda Rós hefur sýnt kvikmyndaverk sín, gjörninga og innsetningar frá árinu 2004.

Hún er með meistaragráðu í gagnvirkri hönnun frá Middlesex University í London, B.A. í myndlist frá LHÍ og B.A. í mannfræði frá HÍ. Hulda Rós býr og starfar í Reykjavík og Berlín..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Yean Fee Quay

Listamenn