D11 Pétur Már Gunn­arsson

D11 Pétur Már Gunnarsson

D11 Pétur Már Gunnarsson

Hafnarhús

-

D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár.

Sýningarnar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

Í einni af fyrri innsetningum sínum tengdi Pétur Már Gunnarsson (f. 1975) á nýjan hátt saman ljóð og mynd með því að myndgera versin bókstaflega með hversdagslegum hlutum. Með því að setja ljóðið fram, eitt vers í einu, með stökum hlut eða samsetningi einfaldra hluta gaf hann orðunum tækifæri á endurfæðingu í nýrri nútíð og á hinn bóginn bætti textinn, eins og við var að búast, nýjum hugmyndaríkum merkingum við hina hversdagslegu hluti. Hugmyndin að sýningunni Mæri byrjaði með einföldu tölvuforriti sem tekur í sundur og endurraðar síðan bókstöfum úr orðum, setningum eða bulli, þannig að þeir mynda kóða landa (t.d. ISL fyrir Ísland, MYS fyrir Malasíu og SLV fyrir El Salvador).

Á sýningunni hefur hann í hyggju að setja inn í kerfið texta sem er annaðhvort hugleiðingar hans um sýninguna eða norræn útfærsla á goðsögninni um Excalibur, og sýna kóðana sem koma út úr þeim texta.

Líkt og sérhvert orð í ljóði hefur sína sérstöku merkingu og fær frá skáldinu sinn sérstaka tón og áferð byggist Mæri Péturs Más á hlutum, skúlptúrum og myndum sem ekki eru skýrar endurminningar um afmörkun einhvers heldur framkalla þau, í hverju verki fyrir sig, með víxlverkun við umhverfi sitt og endurspeglun á náttúrulegu eða umbreyttu ástandi sínu, í nýju samhengi, lágstemda endurminningu um takmörk, innilokun, aðskilnað.

Pétur Már Gunnarsson stundaði nám í Listaháskólanum í Vín, Austurríki árin 2005–2006 eftir nám í Háskóla Íslands árið 2004 og Listaháskóla Íslands 1999–2002..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Yean Fee Quay

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort