D10 Andrea Maack

D10 Andrea Maack

D10 Andrea Maack

Hafnarhús

-

D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár.

Sýningarnar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

Andrea Maack (f. 1977) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2005 og hefur verið virk í myndlistarumhverfinu á Íslandi síðan. Sýningin sem ber heitið C R A F T er unnin í samvinnu við Cedric Rivrain, Ingibjörgu Jónsdóttur og ilmvatnsframleiðandann Happyscents..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort