Veldu ár
Cory Arcangel: Margt smálegt
Á einkasýningu bandaríska listamannsins Cory Arcangel (f. 1978) er að finna bæði ný og eldri verk sem hann hefur sérstaklega endurgert fyrir þessa sýningu. Þótt Cory sé aðeins á fertugsaldri hefur hann skapað sér nafn í listheiminum sem frumkvöðull er leiðir saman stafræna tækni og list á óvenjulegan hátt. Fyrir utan að skapa og vinna með teikningar, skúlptúra, ljósmyndir og myndbandsverk á stafrænu formi, hefur Cory vakið mikla athygli fyrir að endurskrifa tölvukóða fyrir tölvuleiki og finna afbakaða fegurð í tækni sem eitt sinn var í fremstu röð en er nú úrelt og gleymd. Með því að breyta og vinna með bæði eldri og nýrri tækni skapar hann verk sem vekja athygli á því flókna og síbreytilega sambandi sem við neytendur eigum við þau fjölbreyttu tæki og margmiðlun sem gegnsýra skjái okkar og gera skilin á milli dægurmenningar og listarinnar óljós
Cory Arcangel hefur notið mikillar velgengni og virðingar víða um heim og haldið fjölda sýninga í galleríum og þekktum söfnum svo sem Carnegie Museum of Art, New Museum of Contemporary Art, Whitney Museum of American Art, Barbican og MoCA í Miami. Verk hans má finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Einnig er hann á mála hjá Team Gallery í New York, Lisson Gallery í London og Thaddaeus Ropac Gallery í Paris og í Salzburg.
Sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku.


Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.