Kjarvalsstaðir
-
Carnegie Art Award var sett á laggirnar til að styðja framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og halda á lofti merki málaralistar í hæsta gæðaflokki. Dómnefnd tuttugu og sjö sérfræðinga með víðtæka þekkingu á norrænni nútímamálaralist tilnefndu um eitt hundrað listamenn sem þeir töldu meðal markverðustu listamanna samtíðar, til Carnegie Art Award 1999.
Þessi dómnefnd gaumgæfði verk tilnefndra listamanna og valdi úr þeim hópi tuttugu og sjö listamenn á farandsýningu sem sjá má í höfuðborgum Norðurlanda og Lundúnum fram á sumar. Héðan fer sýningin til Lundúna þar sem hún verður sett upp í Barbican Centre. Í ár ákvað dómnefndin að verðlauna Rolf Hanson, Silju Rantanen og Clay Ketter, en á sýningunni má einnig sjá verk hinna listamannana, m.a. verk eftir Helga Þorgils, Georg Guðna og Guðrúnu Einarsdóttur..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Fransisco Ortega
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG