Kjarvalsstaðir
-
Camera Obscura (myrkt herbergi) er ákveðin sjónhverfing sem virkar þannig að ef það er algjört myrkur inn í herbergi en pínulítið gat sem hleypir ljósi inn í það, þá birtist mynd á vegg af því sem er fyrir utan herbergið -- á hvolfi! Nú getur þú upplifað Camera Obscura í norðursal Kjarvalsstaða og séð þessa sjónhverfingu með eigin augum.
Það tekur smá tíma fyrir augun að venjast myrkrinu en fyrr en varir fer maður að greina form, línur og hreyfingu alls þess sem fyrir utan salinn er. Hægt er að koma aftur og aftur í norðursal og upplifa þetta fyrirbæri á ólíkum dögum en bestu skilyrðin eru þegar heiðskýrt er og ljósið flæðir inn í salinn. Ljósmyndin var tekin á þremur mínútum og er þó nokkuð skarpari en það sem augað nemur..