Bragi í hólf og gólf

Bragi í hólf og gólf

Bragi í hólf og gólf

Kjarvalsstaðir

-

Fræðslusýning í norðursal Kjarvalsstaða byggð á þeirri nálgun að „skynja án orða”. Bragi Ásgeirsson hefur verið afar virkur penni sem gagnrýnandi og kennari og ógrynni til af úrklippum úr lífi hans sem listamanns og gagnrýnanda. Á sýningunni eru úrklippur nýttar sem vitnisburður um virkni hans og fá að njóta sín á sjónrænan og áhugaverðan hátt.

Gestum gefst kostur á að leggjast á bekk eða gólfið sem þakið er úrklippunum og njóta um leið verka eftir Braga sem hengd hafa verið í loftið. Sýningunni er ætlað að sameina börn og fullorðna í því verkefni að skoða myndlist frá óvenjulegu sjónarhorni..

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Alma Dís Kristinsdóttir, Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir

Listamenn