Börn hafa 100 mál

Börn hafa 100 mál

Börn hafa 100 mál

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni er myndlist barna frá leikskólum í Reggio Emilia og leikskólanum Marbakka. "Barn hefur 100 mál en er svipt 99..." er heiti ljóðs eftir Loris Malaguzzi. Loris Malaguzzi var í yfir 25 ár umsjónarmaður barnaheimila (0-3 ára) og forskóla (3-6 ára) í borginni Reggio Emilia á Norður-Ítalíu en þar mótaði hann með samstarfsmönnum sínum nýja uppeldisstefnu sem hefur það að meginmarkmiði að hvetja börnin til þess að nota öll skilningarvit sín, málin sín 100..