Borg­ar­hluti verður til

Borgarhluti verður til

Borgarhluti verður til

Kjarvalsstaðir

-

Byggingarlist og skipulag í Reykjavík eftristríðsáranna. Flestum okkar er tamt að líta svo á að listarinnar sé helst að leita í lokuðum sýningarsölum safna og listhúsa. Færri leiða hugann að því að í daglegu umhverfi okkar kunni að leynast listrænar gersemar sem vakið geti djúpstæð hughrif, ef við aðeins komum auga á þær.

Venjulegt úthverfi í borg getur þannig við nánari skoðun reynst hafa að geyma fjölmörg dæmi um hús sem hafa verið mótuð af skapandi huga og listrænu innsæi - hús sem koma okkur vissulega á óvart, þegar okkur er bent á þau. Það er einn helsti tilgangur þeirra sýningar sem Listasafn Reykjavíkur býður hér til að opna augu okkar fyrir þessari staðreynd..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Pétur H. Ármannsson

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Sýningarskrá JPG