Ása Ólafs­dóttir

Ása Ólafsdóttir

Ása Ólafsdóttir

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru 12 myndvefnaðarverk unnin í ull, móhár, hör, bómull og úlfaldaull eftir Ásu Ólafsdóttur. Ása nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969-73 og var í framhaldsnámi við Konstindustriskolan við Göterborgs Universitet 1976-78. Ása hefur haldið 7 einkasýningar og verið með í 17 sam- og hópsýningum.

Ása hlaut listamannalaun frá sænska ríkinu 1981, sýningarstyrk frá Nordiska Konstförbundet 1981 og þriggja mánaða listamannalaun frá íslenska ríkinu 1983..