Andreas Paul Weber

Andreas Paul Weber

Andreas Paul Weber

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru 160 grafíkmyndir eftir listamanninn Andreas Paul Weber. A. Paul Weber (eða Andreas Paul Weber) (1893 – 1980) var þýskur grafíklistamaður.

Hann fæddist í Arnstadt, Thüringen. Á tímum nasista var Weber í Jung-Wandervogel sem var félagsskapur sem var alfarið á móti stefnu Hitlers. Hann myndskreytti margar bækur og blöð á þessum tímum, en var fangelsaður fyrir að vera viðriðinn þennan félagsskap frá júlí fram í desember 1937. Eftir seinni heimsstyrjöldina hélt hann þjóðfélagslegri gagnrýni sinni áfram, beindi spjótum sínum að pólitík, hernaðarstefnu, umhverfismengun, grimmd, læknavísindum og stækum öfgasinnum íþróttanna. Weber lést 87 ára í Schretstaken, litlu þorpi nálægt Ratzeburg, þar sem hann hafði búið síðan 1936..