Alfreð Flóki

Alfreð Flóki

Alfreð Flóki

Kjarvalsstaðir

-

Teikningar í eigu Reykjavíkurborgar eftir Alfreð Flóka. Fyrsta myndasýning Alfreðs Flóka árið 1959 varð mikill listsigur. Flóki hafði þá verið eitt ár við nám á Akademíinu í Kaupmannahöfn.

List Alfreðs Flóka spratt úr kynjaheimi bernskunnar, öguð við nám og þrotlausa iðkan. Lengstum hafði Alfreð Flóki vald á mjóu einstigi milli alvöru og trúðleiks, sem einkennir framgöngu hans og nær að kveikja umhverfi hans undraljós.

Nína Björk Árnadóttir segir í sýningarskrá að almannatengsl hafi aldrei verið sterk hlið Alfreðs Flóka. Hann kunni aldrei að markaðssetja sig..