Aðal­skipulag aust­ur­svæða Reykja­víkur

Aðalskipulag austursvæða Reykjavíkur

Aðalskipulag austursvæða Reykjavíkur

Kjarvalsstaðir

-

Skipulagssýning á vegum Borgarskipulags í austurforsal. Sýning á nýju skipulagi austursvæðis. Sýningin er frá 7.-28.

nóvember. Fram til ársins 1957 voru skipulagsmál Reykjavíkur í höndum Húsameistara Reykjavíkur, en það ár var skipulagsdeild Borgarverkfræðings stofnuð. Var þá farið að vinna meir að skipulagsmálum í bænum. Við gerð aðalskipulags 1962-1983, kom í ljós nauðsyn þess að hafa sérstaka stofnun til þess að gera og hafa eftirlit með aðalskipulaginu. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar varð til 1972, en verksvið skipulagsdeildarinnar var að gera deiliskipulag og undirbúa fundi skipulagsnefndar.

Meirihluti deiliskipulagsvinnu fór hinsvegar fram út í bæ. Þróunarstofnunin tók síðar yfir allt deiliskipulag sem unnið var hjá borginni, þannig að umfang skipulagsdeildarinnar varð æ minna. Árið 1980 var Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar breytt í Borgarskipulag Reykjavíkur samkvæmt ákvörðun stjórnmálamanna, en skipulagsdeild Borgarverkfræðings lögð niður um miðjan níunda áratuginn..

Ítarefni

Listamenn