Kjarvalsstaðir
-
Ísland er ungt samfélag, sem hefur risið til nútímahorfs með undraverðum hraða á örskömmum tíma, sé litið til lengri þróunar í nágrannalöndunum. Ef til vill er það vegna þessara skjótu breytinga, sem samskipti kynslóðanna hár á Iandi verða reglulega tilefni til almennrar þjóðfélagsumræðu. Öndverðar skoðanir birtast í fullyrðingum um að unga fólkið hafi engan skilning á því sem hinir eldri hafa enn fram að færa, og að þeir hafi hins vegar lítinn áhuga á því sem að æskan er að fást við. Kynslóðabilið opinberast.
Sýningin „-30 / 60+“ er því skemmtileg tilraun til að leiða kynslóðirnar saman. Valið Iistafólk sem komið er yfir sextugt og vinnur enn af fullum krafti við frjóa listsköpun sýnir verk sín við hlið þess sem hin ungu og upprennandi - valinn hópur listafólks sem er þrítugt og yngra - eru að takast á við á fyrstu árum síns listferils.Birtast okkur einungis andstæður? Eru engin tengsl milli þessara kynslóða listafólks? Eða reynist þráður listsköpunarinnar heill og óskiptur, þegar betur er að gáð? Slíkar eru spurningarnar sem vakna. Svörin verður hver að finna fyrir sig á sýningunni sjálfri, og ég held að þau komi flestum þægilega á óvart..
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Eiríkur Þorláksson, Kristján Steingrímur Jónsson
Listamenn
Sýningarskrá JPG