Magnús Pálsson

Sólskríkja, mús, kengúra

Ljósmyndaverk

Breidd:

43 cm

Hæð:

30.5 cm

Flokkur:

Ljósmyndun

Ár:

1980-94

„Norðan Korpúlfsstaða við ósa Úlfarsár er teikning af sólskríkju á grasbala. Á tíu dögum breytist sólskríkja í mús og á öðrum tíu dögum í kengúru.“ Svo kemst Magnús Pálsson sjálfur að orði um verkið. Upphaflega var það gert árið 1980 en hann endurgerði það 1994 vegna yfirlitssýningar sem var það ár á Kjarvalsstöðum. Í bæði skipti sótti hann efnivið í nærliggjandi öskuhauga. Upphaflega hafði hann ætlað sér að raða ruslinu upp í fallegt munstur utan í hlíð sem sæist langt að, en á endanum varð það að þessu umbreytingarferli. Magnús skapar hér eitthvað úr engu.