Anna Líndal

Án titils

Grafík

Breidd:

77 cm

Hæð:

51 cm

Flokkur:

Grafík

Ár:

1990

Í myndlist Önnu Líndal mætast ólíkir þræðir hugmynda og úrvinnslu sem byggja á tveimur megin viðfangsefnum: annars vegar togstreitu á milli einkalífs og utanaðkomandi væntinga, og hins vegar löngun mannsins til að skilja og greina náttúruna í gegnum mælingar. Togstreitan á milli einkalífs og samfélagslegrar stöðu er einkum sýnileg í verkum frá fyrri hluta ferilsins þegar hún afmarkaði efnisval við það sem var til staðar inni á heimilinu og gerði heimilið að kjörlendi sköpunar. Á síðari árum hefur Anna tekist á við þrá mannsins til að skilja náttúruna með verkum sem hún byggir að miklu leyti á eigin reynslu af því að dvelja í óbyggðum og taka þátt í rannsóknarleiðöngrum vísindamanna.