Örn Þorsteinsson

Sleðinn

Breidd:

130 cm

Hæð:

80 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1998

Verkið er staðsett í Nauthólsvík. Verkið er útilistaverk sem Örn gerði fyrir útisýninguna Strandlengjuna sem Myndhöggvarafélagið stóð fyrir. Sýningin hófst meðfram suðurströnd Reykjavíkur í júní 1998 og stóð fram á haust árið 2000. Sleðinn er úr graníti frá Grænlandi. Í samtali við Morgunblaðið á meðan á sýningunni stóð talaði Örn um að Sleðinn væri tileinkaður börnum sem sækja hann heim. Eitt af meginþemum í list Arnar er að kynnast og ná sambandi við tiltekin efni og draga fram í dagsljósið myndir sem eru faldar í efniviðnum. Kljást við formin. Sleðinn er í raun lítill moli úr stórum steini sem Örn vann í Grænlandi. Úr sama steininum er verk í Grænlandi eftir Örn sem ber heitið Rússíbaninn.