Breidd:
400 cm
Hæð:
240 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1988
Verkið er staðsett við norðurströnd Örfiriseyjar. Verkið er í eigu Faxaflóahafna. Útilistaverkið Ægir var afhjúpað þann 16. ágúst 1998 á 75 ára afmæli Seglagerðarinnar Ægis. Seglagerðin lét gera myndverkið úr segli og stáli til minningar um Óla Barðdal, eiganda fyrirtækisins, er lést árið 1983. Þórir Barðdal, myndhöggvari, er yngsti sonur Óla. Verkið er 25 fermetrar að stærð á þriggja metra stalli. Það er hugsað sem eins konar verndartákn skipverja er framhjá sigla og þaðan kemur nafn verksins, Ægir, sem er jötunn og konungur hafsins.