Baldur Geir Bragason

Poki

Þrívíð verk

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2008

Hér leikur listamaðurinn með hugmyndina um málverk, sem þetta er á ákveðinn hátt. Þetta er strigi sem límdur er saman í pokaform og síðan málaður. Órætt innihaldið belgir hann síðan út og gefur honum form, eins og blindrammi spennir strigaflöt. Baldur hefur gert fleiri verk sem eru einhvers konar ílát, vasar, tunnur og kassar, allt handunnið frá grunni en í verkunum hans er aldrei gerð grein fyrir innihaldinu.