Óþekkt

Frið­ar­steinn frá Hiros­hima

Breidd:

50 cm

Hæð:

40 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2004

Verkið er staðsett við Tjörnina. Friðarsteinn frá Hiroshima er staðsettur við grasflöt við suðvesturhorn Tjarnarinnar þar sem árleg kertafleyting fer fram til að minnast þeirra sem létust í kjarnorkusprengingum á Hiroshima 6. ágúst og Nagasaki þann 9. ágúst 1945. Verkið er gjöf frá Samtökunum Stone for Peace Association of Hiroshima sem stofnuð voru 1991 af fyrrverandi framkvæmdastjóra járnbrautalestanna í Hiroshima þegar sprengjunni var varpað. Verkið er gert úr steini sem var notaður í undirstöður járnbrautateinanna en skipt var út á sínum tíma og hafa hátt í hundrað ríki þegið slíka steina að gjöf. Í þá er höggvin gyðja miskunnseminnar, sem kallast "Kannon" á japönsku, auk letursins "From Hiroshima". Steinninn lá 200 metra frá miðju sprengingarinnar. Sérstaklega er tilgreint í greinargerð um Friðarstein frá Listasafni Reykjavíkur að hann sé algjörlega hættulaus og að mælingar á geislavirkni sýni að hún sé langt innan þeirra marka sem miðað sé við.