Ásmundur Sveinsson

Öldu­gjálfur

Breidd:

150 cm

Hæð:

170 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1966

Verkið er staðsett í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í Garði sem kallast Útgarður sem gengið er inn í í gegnum skólann. Verkið er í eigu Menntaskólans við Hamrahlíð. Öldugjálfur er óhlutbundið verk og er unnið í málmblöndu. Höggmyndin var sett upp við Menntaskólann við Hamrahlíð og hvílir á steinsteyptum grunni. Myndin var gjöf Reykjavíkurborgar til nýstofnaðs MH en verkið hafði áður verið lánað á heimssýninguna í Montreal. Verkið iðar af hreyfingu, eins og nafn þess bendir til, og hefur mjúkar og ávalar línur sem sveigja sem í öldugangi. Frummyndin var unnin árið 1952 í málm, smærri í sniðum og er hún í eigu Listasafns Reykjavíkur.