Ásmundur Sveinsson

Andvarp

Breidd:

38 cm

Hæð:

62 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1948

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Mörg verka Ásmundar frá fimmta áratug síðustu aldar eru öðru fremur tilfinningaþrungin og margbrotin; vígvöllur innri baráttu sem og tjáning stríðs og hörmunga. Ásmundur var einn örfárra íslenskra listamanna sem túlkuðu hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og þær dýrslegu hvatir mannsins sem stríð afhjúpa.