Dröfn Frið­finns­dóttir

Umbrot jarðar

Grafík

Breidd:

29 cm

Hæð:

25 cm

Flokkur:

Grafík

Ár:

1993

Árin 1987-1999 var tréristan helsta viðfangsefni Drafnar en tímabilið hófst þegar hún fór til Finnlands í nám. Fyrir það hafði hún lært við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Dupontskólann í Kaupmannahöfn og Myndlistaskólann á Akureyri. Dröfn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og árið 1998 var hún bæjarlistamaður Akureyrar.