Jóhannes S. Kjarval

Guðmundur Guðmundsson (Erró)

Málverk

Breidd:

73 cm

Hæð:

50 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1948

Kjarval hóf að gera ferðir sínar í Skaftafellssýslur á fimmta áratugnum. Þá dvaldi hann að Kirkjubæjarklaustri og hafði aðstöðu í gamla skólahúsinu þar. Á bænum hitti hann fyrir ungan pilt, Guðmund Guðmundsson, Erró (f. 1932), sem fékk að fylgjast með honum mála og gera tilraunir með gamlar litatúpur og striga. Þessa prófílmynd gerði Kjarval af Erró 16 ára, ómótuðum en einörðum á svip. Seinna meir, þegar Erró var kominn til Parísar, skiptust þeir á elskulegum bréfum.