Kristinn E. Hrafnsson

Rek (Wegener skulp­tur)

Breidd:

170 cm

Hæð:

330 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1990

Verkið er staðsett á Klambratúni. Rek (Wegener skúlptur) er frá árinu 1990 og þar er mælistikum raðað í kringum mynd af Reykjaneshryggnum. Verkið fjallar um hræringar í jarðskorpunni og minnir okkur á að ekkert er óhagganlegt í veröldinni, ekki einu sinni jörðin sem við stöndum á. Verkið er einnig tilvísun í landrekskenningu þýska jarðeðlisfræðingsins Alfreds Wegener sem gerir ráð fyrir því að meginlönd jarðar fljóti á jarðskorpunni. Listamaðurinn vann nokkur verk á tíunda áratuginum sem byggðust á náttúrunni og hvernig skoða mætti hana út frá forsendum skúlptúrs. Til dæmis horfði hann til hegðunar vatns sem lagar sig að umhverfi sínu. Hér eru það jarðhræringarnar sem hafa orðið honum innblástur.