Breidd:
520 cm
Hæð:
307 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
2002
Verkið er staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Verkaröð Hallsteins, Veðrahöll, er safn sjálfstæðra verka sem öll eru samsett úr plötuáli. Þau bera sterk höfundareinkenni, leik með óhlutbundin form þar sem röðun, hleðsla, endurtekning og tenging skapar spennu. Líkt og í öðrum verkum sínum byggir Hallsteinn á módernískri arfleifð þar sem verkin tala fyrir sig án sérstakrar tengingar við nokkuð annað. „Listin fyrir listina“. Heiti þessara verka gefur þó til kynna tengingu við náttúruna og þau njóta sín vel í Hallsteinsgarði í Grafarvogi.