Ásmundur Ásmunds­son, Hannes Lárus­son, Tinna Grét­ars­dóttir

Kwitcher­bellí­akin

Breidd:

50 cm

Hæð:

35 cm

Flokkur:

Annað

Ár:

2017

Myndirnar í Kwitcherbellíakin spanna vítt svið í myndrænni framsetningu, umfangi og aðferðum. Þær eiga það allar sammerkt að takast á við myndbirtingar og myndmál samtímamenningar þar sem vísað er jöfnum höndum til samfélagsvitundar, listasögu, fræða og vísinda. Þær sviðsetja gagnrýnið ástand í samtímanum með vísun í lykilþætti í hugmyndafræðilegu uppleggi fortíðar sem varða viðkvæma stöðu mannsins og framtíðarsýn í vistfræði-, menningar-og stjórnmálalegu tilliti. Myndirnar eru tilraun til að svara ákalli og kröfu manntíma (e. anthropocene) á endurskilgreiningu á hlutverki og virkni myndmáls.