Gísli B. Björnsson

Norræna merkið

Breidd:

185 cm

Hæð:

200 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1973

Verkið er staðsett við Hringbraut. Verkið er í eigu Norræna hússins og Norræna félagsins. Merkið sjálft var upphaflega teiknað af auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar fyrir Æskulýðssamband Íslands í tilefni af Norrænu æskulýðsári sem haldið var hér árið 1966. Stofan vann nokkrar tillögur út frá þeirri hugmynd að flétta saman form stafsins N og að lokum var þetta merki valið. Nokkru seinna, um 1973, fór Norræna félagið fram á að fá að nota merkið í þrívíða mynd sem var sett upp í námunda Norræna hússins þar sem það stendur nú. Verkið var gjöf finnska-norræna félagsins til Norræna hússins en arkitekt hússins er hinn finnski Alvar Aalto. Bæði norrænu félögin á Íslandi og Finnlandi hafa notað þetta merki.