Hildur Hákon­ar­dóttir

Vetr­argras

Flokkur:

Textíll

Ár:

1981

Gras er grunnþáttur lífsbaráttunnar hér á landi. Grasið hefur verið Hildi hugleikið allt frá því að hún vann við heyskap í Öræfum árið 1954. Eftir að hún flutti á Strauma varð sambandið við jörðina, náttúruna og tímann hennar meginumfjöllunarefni í listsköpun. Margt í aðferðafræði Hildar, hvort sem það er í vinnu innan myndlistar eða á öðrum sviðum, má rekja til reynslu hennar úr sveitinni og áherslu hennar á tengsl mannsins við efnið: grasið, ullin, birkið, fjöllin og mannfólkið sem einn þáttur sköpunarverksins.