Hildigunnur Birg­is­dóttir

Merkimiðar

Þrívíð verk

Breidd:

11 cm

Hæð:

29 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2015

Hildigunnur notar fundna hluti í verk sín, alls kyns pappír sem venjulega myndi enda í ruslinu. Hún gerir þessum miðum og blaðsíðum hátt undir höfði með því að útbúa sérstaka snaga og hanka fyrir hvern og einn. Hún bendir á að allt í kringum okkur eru skemmtilegir hlutir sem við tökum sjaldnast eftir og um leið minnir hún á fjöldaframleiðslu neyslusamfélagsins og misjafnt verðmætamat.