Breidd:
139.8 cm
Hæð:
100 cm
Flokkur:
Málverk
Ár:
1941
Haustið 1938 leitaði Ásgrímur Jónsson sér lækninga í þýska smábænum Reichenhall í Bæjaralandi, en þar var víðfrægt heilsuhæli fyrir astmasjúklinga. Þar dvaldi listamaðurinn fram á sumar 1939 en tókst jafnframt að endurnýja kynni við gömul átrúnaðargoð, Cézanne, Renoir og van Gogh, og skoða þau verk þeirra sem finna mátti í München. Í ævisögu sinni, Myndir og minningar, segir Ásgrímur: „Hreifst ég ákaflega af hinni þróttmiklu list þeirra og fannst mér ég skynja hana í miklu dýpra og skírara ljósi en nokkru sinni fyrr“ (bls. 184). Um framhaldið segir Björn Th. Björnsson í myndlistarsögu sinni: „Dró sú endurkynning vafalaust drýgstan skerf til þeirra miklu umbreytinga sem komu að fullu fram í málverki Ásgríms á Húsafelli sumarið 1941 og helguðu list hans næstu sjö árin.