Steinunn Þórar­ins­dóttir

Horfur

Breidd:

48 cm

Hæð:

170 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2000

Verkið er staðsett fyrir utan Vesturgötu 1. Horfur sýnir mannveru sem stendur ein með höfuðið hneigt niður. Eins og í öðrum verkum Steinunnar ræður líkamsstaða og holning þeirri tilfinningu sem vegfarendur skynja, fremur en andlitsdrættir. Verkin líkjast ekki einstökum manneskjum heldur hugmynd um mann sem gæti þá verið maður sjálfur, listamaðurinn eða mannkynið í heild. Verkið er steypt í málm og stendur í raunstærð á gangstíg. Það er eitt einkenni verka Steinunnar að þau fara inn á rými gangandi vegfarenda frekar en að vera still upp á stöpli eins og algengt er með mannamyndir og minnismerki.