Unndór Egill Jónsson

Spýtu bregður

Þrívíð verk

Flokkur:

Innsetning

Ár:

2018

Verk Unndórs er heillandi vél sem er haganlega smíðuð úr viði. Handsmíðuð hjól, tannhjól og annar búnaður tengist í eitt gangvirki sem gaman er að fylgjast með. Á vissum tímum slær vélin á málmplötu og hringir þá eins og bjalla. Svo ýtir vélin við spýtu sem hrekkur við, samanber heiti verksins, Spýtu bregður.