Rúrí

Fyssa

Breidd:

1450 cm

Hæð:

660 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1995

Verkið er staðsett í Grasagarðinum í Laugardal. Grunnhugmynd verksins byggist á tengingu við náttúruöflin á Íslandi. Hægt er að líkja verkinu við jörð sem rifnar svo sprungur og gjár myndast. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur í sundur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr og að hluta til niður í jörðina og myndar gjá en einnig breiðir hluti þess úr sér á yfirborðinu. Vatnsrennslið er síbreytilegt líkt og í náttúrunni þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt og hljóðið sem berst frá verkinu einnig vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum.