Sólveig Aðal­steins­dóttir

Án titils

Þrívíð verk

Breidd:

7.5 cm

Hæð:

12.5 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1993

Viðfangsefni Sólveigar endurspegla hugleiðingar um tímann og efnið, söguna og minnið sem felst í efninu. Í verkinu eru mörkin á milli efnisins og umbreytingar þess í myndverk könnuð. Verkið samanstendur af litakrukkum á hvolfi sem standa í þéttum röðum á litlu viðarborði. Það er í anda annarra verka sem Sólveig gerði á níunda og tíunda áratugnum sem voru oft og tíðum samansett úr fundnum hlutum.