Einar Jónsson

Kristján IX

Breidd:

75 cm

Hæð:

240 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1907-1908

Verkið er staðsett fyrir framan Stjórnarráðið. 26. september 1915 var minnisvarði um Kristján IX Danakonung afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Styttan sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi. Það hefur verið mörgum ráðgáta hvers vegna Íslendingar hafa kosið að stilla upp styttu af Danakonungi fyrir framan Stjórnarráðið. Kristján IX sýndi sjónarmiðum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni alla tíð lítinn áhuga en meginrökin fyrir því að styttan sé þarna niður komin eru væntanlega þau að hann hafi gefið Íslendingum stjórnarskrá. Nú hefur verið upplýst að Kristján afhenti Íslendingum aldrei stjórnarskrána þegar hann kom í heimsókn til Íslands árið 1874. Hún kom ekki til landsins fyrr en árið 1904 og var send aftur utan árið 1928. Því má segja að styttan sé sögufölsun. Að öðru leyti er styttan lík öðrum styttum sem Einar gerði af karlmönnum sem höfðu áhrif á sögu landsins. Kristján konungur er settur á háan stall og er upphafin eftirlíking.