Jóhannes S. Kjarval

Snæfells­jök­ull, 1958

Málverk

Breidd:

143 cm

Hæð:

104 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1958

Snæfellsjökull eins og hann blasir við frá Reykjavík hafði löngum heillað Kjarval og fyrstu myndir hans af jöklinum eru frá því um 1910. Frá 1942 tók hann að venja komur sína á Snæfellsnes, en skömmu síðar festi hann kaup á jörðinni Einarslóni. Stórbrotin og hrjóstrug náttúra, kórónuð af Snæfellsjökli, varð kveikjan að stórum og mögnuðum landslagsverkum. Mörg þeirra fjalla um samspil lands og sjávar, þar sem jökullinn rís úr hafinu og ber við himin, en hafaldan brýtur á skerjum og strönd.