Jóhannes S. Kjarval

Sterling í þoku

Breidd:

19.5 cm

Hæð:

14.5 cm

Flokkur:

Teikning

Ár:

1912

Kjarval þurfti lengi að berjast fyrir því að komast í listnám erlendis. Síðla vetrar 1911, en þá var hann 26 ára að aldri, sigldi hann til London og ásetningur hans var að afla sér listmenntunar. Ekki komst hann í listnám í London, en nýtti tímann til sjálfsnáms; hann kynnti sér myndlist á söfnum og í sýningarsölum heimsborgarinnar og drakk í sig ný áhrif. Verkið Sterling í þoku er eitt þeirra verka sem Kjarval málaði í London. Skip og sjávarmyndir höfðu frá upphafi verið eitt mikilvægasta myndefni hans, enda var hann áður skútusjómaður að atvinnu. Þegar þessi litla mynd eru borin saman við eldri verk er það augljóst að í London höfðu honum höfðu opnast nýir heimar. Í stað þess að tíunda skipið með rá og reiða, eins og hann gerir í skútumyndum sínum frá árum áður, leysir hann upp myndefni sitt í stemningafullra þokumóðu. Þessa breytingu má rekja til áhrifa frá breska málaranum W.Turner (1775-1851) en tilfinning hans fyrir hreyfingu, endurgerð stemningar og andrúmslofts ásamt einstakri útfærslu á ljósgildi litarins ná hápunkti í verkum þar sem myndefni hans er leyst upp í þokukenndri birtu eða reyk.