Ríkarður Jónsson

Jón Vídalín (1666-1720)

Breidd:

40 cm

Hæð:

60 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1920

Verkið er staðsett við Dómkirkjuna. Minnisvarðinn um Jón Vídalín er hár stallur með brjóstmynd af lærdómsmanninum, prédikaranum og helsta latínuskáldi sinnar tíðar (1666-1720). Ríkarður lagði áherslu á sem eðlilegast útlit fyrirmynda sinna, hvort sem um var að ræða mannamyndir eða tréskurðarmótíf, og þótti hann leikinn í að ná fram svipmóti manna. Minnisvarðatískan, ef svo að orði mætti komast, var í algleymi á þriðja áratug síðustu aldar og úr varð að Ríkarður gerði marga slíka um merkisatburði og þjóðfræga menn. Ríkarður Jónsson hélt tryggð við natúralisma, sem hann kynntist á námsárum sínum en hafnaði þeim framúrstefnulegu stílbrögðum sem voru í algleymi á hans tíð. Hafa sumir jafnvel talið að í verkum hans megi finna eftirsjá eftir gömlum tíma og horfnum lífsgildum.