Ása Ólafs­dóttir

Eldur undan

Breidd:

102 cm

Hæð:

140 cm

Flokkur:

Textíll

Ár:

1990

Í mörgum verka sinna sækir Ása Ólafsdóttir innblástur til náttúrunnar og í verkinu Eldur undan er það jörðin sjálf sem verður henni að yrkisefni. Hér flettir hún upp yfirborði jarðar til að sýna þann eld sem brennur undir. Ása bendir einnig á að jörðin sé kvenkyns eins og hún sjálf og það sé hennar innra landslag sem hún er að vefa en ekki eitthvað sem hún tekur beint úr umhverfinu. Hún opnar því ekki aðeins inn í kviku jarðar heldur einnig inn í viðkvæma kviku eigin tilfinningalífs. Eins og í öðrum verkum sínum vinnur Ása einnig með eiginleika vefjarins, reitaskiptingu, litablæbrigði og yfirborð sem höfðar til snertiskyns áhorfandans.