Jaunzens, Paul

Stuðn­ingur

Breidd:

200 cm

Hæð:

217 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1996

Verkið er staðsett á horni Túngötu og Garðastrætis. Stuðningur er verk eftir lettneska myndhöggvarann Paul Jaunzens. Verkið var gjöf Letta til Íslendinga í þakkarskyni fyrir stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Lettlands í því mikla umróti sem varð eftir fall Sovétríkjanna á síðasta áratug 20. aldarinnar. Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna: Eistlands, Lettlands og Litháens frá Sovétríkjunum. Listaverkið er úr graníti og er táknmynd stuðnings íslensku þjóðarinnar við þá lettnesku á erfiðum tímum. Neðri steinninn táknar Ísland en sá efri Lettland. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, veitti verkinu viðtöku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en forsætisráðherra Lettlands, Andris Skele, afhenti verkið.