Eiríkur Smith

Eyja­stúlka

Málverk

Breidd:

75 cm

Hæð:

65 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1973

Eiríkur fæddist árið 1925 og ólst upp í Straumi við Straumsvík fyrstu árin. Fjölskyldan fluttist til Hafnarfjarðar árið 1931 þar sem Eiríkur bjó nær alla tíð síðan. Hann byrjaði snemma að teikna skip og báta á pappír sem honum áskotnaðist. Hann hóf nám árið 1946 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, stundaði einnig myndlistarnám í Kaupmannahöfn og París og nam prentmyndasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði. Fyrstu sýninguna hélt Eiríkur árið 1948 í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði.