Þórdís Aðal­steins­dóttir

Maður stígur uppúr vatninu og útúr mynd­inni. Kona teygir sig um dagmál og lætur sig dreyma um hórlifnað

Málverk

Breidd:

183 cm

Hæð:

152 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

2006

Myndheimur Þórdísar gefur innsýn í frásagnir, atvik og augnablik sem vísa í ýmsar áttir. Ef til vill eru þetta minningarbrot listamannsins, skírskotanir til kvikmynda og bókmennta eða sögur sem hún hefur heyrt eða skáldað sjálf. Verkin eru hlaðin mótsagnarkenndum eiginleikum. Þar er að finna húmor, léttleika, vanlíðan, ofbeldi, erótík, kaldhæðni og leiðindi, allt í bland. Handbragð Þórdísar er sérstakt og einkennandi, fígúrur hennar og rými eru einföld og flöt en á móti notar hún mynstur og fínvinnu í óvæntum smáatriðum.