Breidd:
315 cm
Hæð:
514 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
2013
Verkið er staðsett við Víkina, Grandagarði Heimar í heimi samanstendur af einföldum formum sem unnin eru í granít, stál, steypu og ál. Verkið, sem er fimm metra hátt er unnið að frumkvæði tölvufyrirtækisins CCP og gefið Reykjavíkurborg í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins. Nöfn hundraða þúsunda spilara tölvuleiksins EVE Online eru rituð með örsmáu letri í álplötur sem þekja grunn verksins.Þrír skúlptúrar standa á grunnstöpli með nafnaáletrununum og minni stöpli undir verkinu sjálfu. Verkið er hálfhlutbundið með tilvísun í höfuð eða í myndlistarmanninn sjálfan og þar af leiðandi bein tilvísun í eldri verk Sigurðar. Glerveggurinn er hugsaður sem spegill milli heimanna tveggja, raunheima og sýndarveruleikans. Heimarnir tveir spegla hvor annan og að sögn listamannsins sjálfs speglar spegillinn líka hinn stóra heim. Höfuðið er ávalt en sýndarveruleikinn byggist á skörpum línum. Í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins var nýr stöpull settur undir verkið, það hækkað upp og fleiri nöfnum spilara komið fyrir.