Gústav Geir Bollason

Landslag 360°

Önnur verk

Breidd:

50 cm

Hæð:

50 cm

Flokkur:

Teikning

Ár:

2000

Verk Gústavs Geirs kallast á við landslagshefðina í myndlist en hann gerir tilraunir með form og framsetningu. Með blandaðri tækni, teikningu og ljósmyndun, skoðar hann landslag á ólíkum forsendum. Að auki leikur hann sér að hlutföllum og skynjun okkar í gegnum mismunandi miðla. Þessi lagskipta nálgun dregur fram spurningar um tengsl fyrirmyndar og eftirmyndar, raunveruleikans og listarinnar.